Módel af íslenskum byggingum í Sketchup

Þrívíddarforritið Google Sketchup er til í ókeypis útgáfu til að hlaða niður á eigin tölvu. Það er hægt að sækja sér einingar til að vinna með frá Google warehouse t.d. glugga og dyr ef verið er að teikna hús. 
Hér er 37. mín. upptaka þar sem ég fer í helstu atriði í Google Sketchup. Það verður að hafa Silverlight player til að skoða þessa upptöku.
Get Microsoft Silverlight

Nútíma námsbókaforrit eins og ibooks Author geta tekið tilbúin líkön úr Sketchup og birt t.d. sem þrívíddarmyndir inn í stafrænum bókum. Hægt er einnig að vinna áfram með Sketchup líkön í þrívíddarteikniforritinu Blender sem er opinn ókeypis hugbúnaður. Hér eru leiðbeiningar um hvernig gögn eru flutt úr Sketchup á form sem hægt er að taka inn í Blender. Það þarf að vista í Sketchup á kmz (Google Earth 4) formi, breyta endingunni úr .kmz í .zip, “unzippa” skrána, taka hana inn í Blender með Collada plugin. Nánari leiðbeiningar hér. og hérna. Sketchup er sérhannað til að teikna upp byggingar í þrívídd en með því að nota Sketchup og Blender saman þá er hægt að hanna umhverfi fyrir tölvuleiki.

Nokkrar íslenskar byggingar eru til í Google Warehouse og getur þú sótt þær þar á slóðinni http://sketchup.google.com/3dwarehouse/

 
Hljómskálinn

Þjóðmenningarhúsið

Höfði

 

Dómkirkjan

Kirkjan í Brautarholti á Kjalarnesi frá 1857

Þjóðminjasafnið

Fjárhús í Árbæ
´

Kirkjustræti 10

Skólabrú 2

Vonarstræti 8

Lækjargata 14a

Vonarstræti 4 (iðnó)

Suðurgata 7

Starfsmannahús á Kleppsspítala

Nýlenda á Nýlendugötu

Þingholtsstræti 9

Gullborinn

Smiðshús (nú í Árbæjarsafni)

Lækjargata 4 (nú í Árbæjarsafni)

Líkn (nú í Árbæjarsafni)

Bankastræti 3

Sólon (Hús málarans)

Efstibær Reykjavík (var á Spítalastíg, nú í Árbæjarsafni)

Ráðhús Reykjavíkur

Stjórnarráðið

Perlan